Áfallaáætlun
Skólanámskrá FVA
Skólameistari skipar fólk í áfallateymi og skulu nöfn þess, netföng og símanúmer vera á vef skólans.
- Áfallateymi skólans er kallað saman ef nemandi, starfmaður eða aðili sem tengist skólanum verður fyrir áfalli. Áföll eru t.d. dauðsfall starfsmanns eða nemenda, alvarleg slys sem starfsmenn eða nemendur verða fyrir, sviplegir atburðir sem valda verulegum ótta í skólanum, váleg eða slæm tíðindi sem hafa mikil áhrif á fólk í skólanum.
- Áfallateymi getur beðið aðra að koma á fund um áfall, svo sem formann nemendafélags, sérfróða aðila, sóknarprest, fulltrúa lögreglu og heilsugæslu.
- Áfallateymi fundar strax ef áföll verða.
- Á fyrsta fundi eftir áfall eru teknar ákvarðanir um fyrstu viðbrögð, skráningu á aðgerðum og um næsta fund.
- Þeir sem sitja fund áfallateymis eru bundnir þagnarskyldu um það sem gerist á fundinum og skal hefja hvern fund á að minna á það.