fbpx

Ferilbók

Skólanámskrá FVA

Vinnustaðanám/starfsþjálfun hjá nemendum í verk- og starfsnámi fer fram á vinnustað. Í námssamningi er kveðið á um inntak og fyrirkomulag þess vinnustaðanáms sem skal fara fram. Skv. reglugerð nr. 180/2021 um vinnustaðanám skal framvinda náms og námsferill nemanda á vinnustað skráð í rafræna ferilbók í INNU. Þar er hæfni nemanda staðfest af umsjónarmönnum skóla auk iðnmeistara, fyrirtækis og stofnana eftir því sem við á. Rafræn ferilbók er í umsjón Menntamálastofnunar. Námssamningur er vistaður í ferilbók nemandans. Vinnustaðanámi telst lokið þegar nemandinn hefur, að mati iðnmeistara/fyrirtækis/stofnunar og umsjónarmanns skóla, náð öllum hæfniþáttum í ferilbók og þar með þeirri hæfni sem tilskilin er. Vinnustaðanám getur því verið mismunandi langt hjá nemendum en þó aldrei lengra en skipulagt nám kveður á um.