Gjaldtaka

Skólanámskrá FVA

Nemendum í opinberum framhaldsskólum stendur til boða án endurgjalds, kennsla og önnur þjónusta sem skólinn skipuleggur fyrir nemendur. Skólameistari ákveður upphæð innritunargjalds en mennta- og barnamálaráðuneyti ákveður í reglugerð hámarksupphæð þess. Ef nemendur eru innritaðir utan þess tíma sem auglýstur er til innritunar er heimilt að hækka gjaldið um 25% fyrir þá önn. Sama gjald er tekið fyrir nemanda hvort sem viðkomandi er í fullu eða hlutanámi. Litið er á greiðslu innritunargjalds sem staðfestingu á skólavist.

Framhaldsskólum er heimilt að innheimta gjald af nemendum fyrir valkvæða starfsemi, svo sem verklega áfanga, leikhús- vettvangs- eða safnferðir í tengslum við námið. Heimilt er að innheimta gjald fyrir aðra þjónustu sem í boði er og telst ekki vera hluti af eða leiða af lögbundnu hlutverki skóla. Gjaldið tekur til þátta eins og aukaprófs, tölvugjalds, skápaleigu, mats á námi úr öðrum skóla, prentunar, fjölritunar og þýðinga námsferla og skírteina. Skólameistari auglýsir gjaldskrá á vef skólans að höfðu samráði við skólanefnd. Gjöld skv. gjaldskrá skulu að hámarki miðast við kostnað.