Kvartanir
Skólanámskrá FVA
Telji nemandi, eða forráðamenn sé nemandinn yngri en 18 ára, að brotið hafi verið á rétti nemandans þannig að ástæða sé til að bera fram kvörtun, skulu þeir skrá ábendingu á vef skólans eða snúa sér til skólameistara eða aðstoðarskólameistara.
Rísi ágreiningur milli nemenda og kennara eða annarra starfsmanna skólans og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.