fbpx

Meðferð gagna

Skólanámskrá FVA

FVA fer með gögn í sinni vörslu sem hafa að geyma persónuupplýsingar um nemendur í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, laga um opinber skjalasöfn og ákvæði upplýsingalaga, eftir því sem við á. Starfsfólk skólans er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónuupplýsingar um lögráða nemanda án samþykkis nemandans eða forráðamanna ef um er að ræða einstakling yngri en 18 ára. Skólinn varðveitir upplýsingar um nám nemenda og veitir aðgang að þeim upplýsingum.

Forráðamenn barna yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu (upplýsingakerfi framhaldsskóla) þar sem meðal annars eru birtar einkunnir og upplýsingar um skólasókn barna þeirra. Um rétt forsjárlauss foreldris til aðgangs að upplýsingum um barn sitt að 18 ára aldri fer samkvæmt ákvæðum barnalaga.

Nánari upplýsingar um meðferð gagna sem innihalda persónuupplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu skólans og gæðahandbók sem er að finna á vef skólans.