fbpx

Réttur nemenda til náms

Skólanámskrá FVA

Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun; hafa náð 16 ára aldri eða eru á 16. aldursári eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla. Þessir einstaklingar eiga jafnframt rétt á því að stunda nám til 18 ára aldurs, samanber þó ákvæði 33. gr. framhaldsskólalaga um skólareglur og meðferð mála.

Brot á skólareglum kann að leiða til þeirra viðurlaga að nemendum verði vísað úr skóla eða úr tilteknum áfanga eða áföngum tíma- eða ótímabundið. Við slíka ákvörðun skólameistara skal fylgja reglum stjórnsýslulaga um málsmeðferð. Þess skal gætt að forsjárforeldrum/forráðamönnum ólögráða nemenda, ásamt nemendum sjálfum, sé veittur andmælaréttur.