fbpx

Þjónusta

Skólanámskrá FVA

Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann, m.a. skv. ákvæðum farsældarlaga. Náms- og starfsráðgjafar meta hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana og kemur upplýsingum þar um til skólameistara eða aðstoðarskólameistara eftir atvikum.

Skólahjúkrunarfræðingur aðstoðar nemendur varðandi hvers kyns heilsufarsmál og vinnur í anda farsældarlaga. Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta leitað upplýsinga, aðstoðar og stuðnings skólahjúkrunarfræðings.

Skólasálfræðingur veitir nemendum þjónustu í málum sem tengjast líðan og persónulegum högum þeirra. Veitt er ráðgjöf, fræðsla og stuðningur til einstaklinga og hópa. Sálfræðiþjónustan er nemendum að kostnaðarlausu, þar er veitt grunnþjónusta en ekki langtímameðferð.

Verið, náms- og stuðningsver FVA. Í því fer fram fræðsla og stuðningur í námi bæði á jafningjagrundvelli frá nemendum skólans og kennurum. Fyrirkomulag fer eftir þörfum og eftirspurn.

Bókasafn og upplýsingamiðstöð er staðsett í aðalbyggingu skólans. Þar er afslappað andrúmsloft og góð aðstaða til að læra, vinna hópverkefni eða spjalla á milli tíma. Hópvinnuborð eru á bókasafninu ásamt sófum og hægindastólum. Á safninu er veitt aðstoð við heimildaleit og ritvinnslu og einnig er hægt að fá aðgang að flestu sem þarf til frágangs verkefna: útprentun, ljósritun, hefta, gata og slíkt. Námsbækur, reiknivélar, fartölvur og hleðslutæki standa nemendum til boða í innanhúslán. Tölvu- og lesver (næðisrými) er staðsett gegnt innganginum að safninu.