fbpx

 Verkenfi og verkefnaskil

Skólanámskrá FVA

1. Nemendur skulu vinna verkefni sem lögð eru fyrir í áföngum samkvæmt fyrirmælum kennara.
2. Alltaf skal geta heimilda þegar notað er efni frá öðrum, hvort sem það er texti, hljóð eða mynd og hvort sem efnið er fengið úr bók, af vefnum eða frá öðrum miðlum.

Gervigreind
Um notkun gervigreindar í skólastarfi gilda sömu reglur og um notkun allra annarra heimilda og aðstoðar í námi; vísa þarf til heimilda.
Um misnotkun gervigreindar í skólastarfi gilda sömu reglur og um annað akademískt misferli.
1. Nemendum ber að fylgja fyrirmælum kennara um notkun gervigreindar við lausn verkefna í hvívetna. Leiki vafi á því hvort og hvernig heimilt sé að nota gervigreind við lausn tiltekins verkefnis ber nemendum að ráðfæra sig við viðkomandi kennara.
2. Ef nemendur nota gervigreind í samráði við kennara við úrlausn verkefna ber þeim að gera grein fyrir því hvernig það var gert og hvernig gengið var úr skugga um áreiðanleika gagnanna. Ávallt skal fylgja viðurkenndum aðferðum um frágang heimilda.